Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2007 11:25

Kanna fleiri möguleika í neysluvatnsöflun

Úr Reykholtsdal
Á þriðjudag í síðustu viku var haldinn í Logalandi almennur fundur um neysluvatnsmál í Reykholtsdal. Þar kynntu fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur, þeir Jakob S Friðriksson og Hreinn Frímannsson, stöðu mála í neysluvatnsmálum fyrir íbúa svæðisins. Á fjórða tug íbúa mætti á fundinn og má því marka mikinn áhuga almennings á úrbótum í neysluvatnsmálum enda er víða á þessum slóðum skortur á því. Þeir Jakob og Hreinn gerðu grein fyrir því hvers vegna fallið var frá Rauðsgilsveitu og skýrðu frá því að hönnun væri hafin á nýrri veitu þar sem vatni verður veitt úr Grábrókarveitu upp Stafholtstungur og þaðan í Reykholtsdal. 

Hinsvegar fannst í sumar vatn við borun í landi Birkihlíðar í Reykholtsdal. Áður en hafist verður handa við áðurnefnda framkvæmd, verður athugað hvort nægjanlegt vatn sé í Birkihlíð og hvort gæði þess séu góð. Ef svo reynist vera er líklegt að sá kostur sé vænlegri heldur en að veita vatninu alla leið frá Grábrókarveitu. Niðurstöður rannsóknar á vatninu í Birkihlíð munu liggja fyrir snemma árs 2008.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is