Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2007 03:33

Minna á að tíminn líður hratt

Í gær fór fram aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og var Heiðar Lind Hansson þar kjörinn formaður félagsins. Fráfarandi formaður, Eggert Sólberg Jónsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem meirihluti sveitastjórnar Borgarbyggðar er minntur á að tíminn líður hratt. Kjörtímabilið er senn hálfnað og finnst ungum framsóknarmönnum lítið ganga í að efna stóru orðin sem féllu fyrir kosningar og eru loforð í umhverfis- og vegamálum þar sérstaklega tiltekin. Þá fagnaði fundurinn því að reglur um lýsingu utan þéttbýlis í Borgarbyggð verði teknar til endurskoðunar. Ályktunin er svo hljóðandi:

"Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu vill minna meirihluta sveitastjórnar Borgarbyggðar á að kjörtímabil hans er senn hálfnað og auglýsir eftir efndum á kosningaloforðum flokkanna sem að honum standa. Sjálfstæðisflokkur og Borgarlistinn sem starfa saman í meirihluta lofuðu t.d. stórauknu fjármagni í umhverfis- og vegamál fyrir síðustu kosningar en lítið virðist hafa gerst í þeim málum. Nauðsynlegt er að ráðast í stórfellt átak í gerð göngustíga, lagfæringu gatna í þéttbýli og knýja fram aukið fjármagn til viðhalds á tengi- og safnvegum í dreifbýli." Þá fagnaði fundurinn þeirri ákvörðun sveitarstjórnar að styðja tillögu sveitastjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins og taka til endurskoðunar reglur um lýsingu utan þéttbýlis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is