24. nóvember. 2007 12:31
 |
Vatnaleið í gær |
Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að nú sé hálka á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku. Snjóþekja er á Fróðarheiði og hálkublettir víða á Snæfellsnesi. Þá eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum, þæfingsfærð er á Klettshálsi og hálka eða hálkublettir víða á á Vestfjörðum. Ófært er um Hrafnseyrarheiði og þungfært um Dynjandisheiði. Ekki eru komnar upplýsingar um ástandið á Þorskafjarðarheiði. Hálkublettir eða háka er víða á Norðvesturlandi og þungfært á Lágheiði. Á Norðausturlandi er víða Snjóþekja og éljagangur. Á Austurlandi er víða skafrenningur og hálka eða hálkublettir. Á Vatnsskarði eystra er ófært og óveður. Stórhríð og Hálka er á Fjarðarheiði og skafrenningur og þæfingur á Vatnsskarði eystra.