24. nóvember. 2007 12:45
Í gærkvöldi kepptu Snæfellsbæingar við lið Garðabæjar í þættinum Útsvari sem er á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Viðureigninni lauk með sigri Garðbæinga. Fyrir hönd Snæfellsbæjar kepptu þau Magnús Þór Jónsson, Guðrún Fríða Pálsdóttir og Þorgrímur Þráinsson. Stóðu þau sig ágætlega þrátt fyrir að um ofurefli hafi verið að etja. Næstkomandi föstudagskvöld keppa Akurnesingar við lið Hafnarfjarðar og er það því eina von Vesturlands um að komast áfram í keppninni þar sem nú hafa Borgfirðingar og Snæfellsbæingar verið slegnir út. Í liði Skagamanna verða þau Bjarni Ármannsson, Guðríður Haraldsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.