24. nóvember. 2007 04:57
Guðmundur Haraldsson, blakmaður var kosinn íþróttamaður Grundarfjarðar í dag á fjöldskylduskemmtun sem haldin var í samkomuhúsi bæjarins. Guðmundur er vel að titlinum kominn, að sögn þeirra sem að kjörinu stóðu. Hann er í unglingalandsliðinu í blaki undir 17 ára en Guðmundur er einungis 15 ára og á því bjarta framtíð fyrir sér í blakíþróttinni.