Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2007 09:19

Fjölmennur fjölskyldudagur i Grundarfirði

Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði hélt síðastliðinn laugardag fjölskyldudag í samkomuhúsinu. Voru fjölmargir sem lögðu leið sína á skemmtunina. Mjöll Guðjónsdóttir formaður kvenfélagsins sagði í samtali við Skessuhorn að allur ágóðinn af kaffisölu og leikfangahappdrætti renni til líknarmála. Þá leigði félagið út bása til handverksfólk, þar sem heimamenn seldu ýmiss konar handverk. Margvísleg skemmtiatriði voru í boði, leikskólabörn sungu og nemendur út tónlistarskólanum léku á hljóðfæri. Þá var kjöri íþróttamanns Grundarfjarðar lýst og varð Guðmundur Haraldsson  blakmaður valinn íþróttamaður ársins, eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu í dag.

Mjöll segir að undanfarin ár hafi fjölskyldudagurinn farið fram fyrstu helgina í aðventu, en vegna þess að erfitt er að fá fólk til starfa þá, var ákveðið að flýta samkomunni um eina helgi og tókst það mjög vel, að sögn Mjallar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is