27. nóvember. 2007 08:27
Síðastliðinn föstudag kom sex manna sendinefnd frá Vestmanna í Færeyjum til Snæfellsbæjar. Vestmanna er vinabær Snæfellsbæjar og var tíminn notaður til að skoða skólana í bænum og íþróttaaðstöðu auk þess sem fulltrúar bæjarins snæddu með hópnum. Færeyingarnir voru afar áhugasamir í heimsókninni og tóku ótal myndir og spurðu margs. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við Skessuhorn að það hafi verið virkilega gaman að fá þessa vini í heimsókn og alls ekki loku fyrir það skotið að frekara samstarf sé í pípunum.