26. nóvember. 2007 04:00
Nýverið var keypt nýtt píanó í veitingasalinn á Hótel Hellissandi. Hótelhaldararnir, þau Katja Gniesmer og Jón Arnar Gestsson, fengu Kay Wiggs kennara við Tónlistarskóla Snæfellsbæjar til að prófa tóngæðin sem reyndust hin bestu. Þau Katja og Jón Arnar geta nú boðið gestum upp á kvöldverðartónlist og einnig ýmis konar tónleika eftir því sem tækifæri gefast til.