Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2007 03:13

Tveir línubátar fengu netadræsur í skrúfuna

Tveir línubátar frá Ólafsvík fengu netadræsur í skrúfuna í gærmorgun. Sverrir SH komst fyrir eigin vélarafli til hafnar í Ólafsvík, en hinn báturinn, Gunnar afi SH, fékk stóra dræsu í skrúfuna og var hann dreginn að landi. Kafari þurfti að skera úr báðum bátunum og að því loknu fóru þeir báðir til veiða.

Magnús Gunnlaugsson skipstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að hann hafi verið að leggja línunna á Flákanum í gærmorgun og hafi hann verið búinn að leggja fjóra bala. “Þá drapst á vél bátsins og þegar ég fór að athuga hvað hafi gerst sá ég þessa stærðar netadræsu koma undan botni bátsins.

Var þá ekkert annað að gera en að fá drátt í land,“ sagði Magnús og bætti við að þegar svona langvarandi vestan “drulla” er eins og undanfarna daga, þá losna svona netadræsur frá botni og skapa sjófarendum hættu. Síðdegis í gær fór svo björgunarbáturinn Björg frá Rifi til aðstoðar öðrum línubáti. Hafði stýri bátsins bilað.

 

Á myndinni sést hvar kafari losar netadræsuna úr skrúfu Gunnars afa SH í höfninni í Ólafsvík síðdegis í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is