Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2007 07:28

Lóðum fyrir 112 íbúðir úthlutað

Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku fór fram seinni dráttur í úthlutun lóða í 2. áfanga Skógarhverfis. Dregnar voru út 11 raðhúsalóðir fyrir 54 íbúðir, hús á einni hæð eða tveimur, og níu lóðir fyrir fjölbýlishús á tveimur eða þremur hæðum með 58 íbúðum. Samtals er því um að ræða lóðir fyrir 112 íbúðir. Alls voru umsóknir um þessar lóðir 25 í raðhús og 28 í fjölbýli. Dregið var úr hópi umsækjenda að viðstöddum fulltrúa sýslumannsins á Akranesi og verður þeim í útdráttarröð heimilað að velja þá lóð sem laus er miðvikudaginn 5. desember.

Eins og Skessuhorn hefur greint frá var gífurlegur fjöldi umsókna í lóðirnar í Skógarhverfi.  Umsóknarfresti lauk 9. nóvember. Um miðjan síðasta mánuð fór fyrri útdráttur fram, þegar dregin var út 31 einbýlishúsalóð og átta lóðir fyrir parhús. Umsóknir um þær lóðir voru 81 í einbýli og 28 í parhús.

 

Við úthlutun raðhúsa- og fjölbýlishúsalóðanna fór bæjarráð yfir vinnureglur og ákvað að allar innkomnar umsóknir væru gildar. Við úthlutunina skoðuðust umsóknir fyrirtækja, sem sóttu um fleiri en eina lóð, sem ein umsókn við hverja úthlutun. Niðurstöður útdráttarins má finna á heimasíðu Akranesbæjar í fundargerð bæjarráðs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is