29. nóvember. 2007 09:14
Síðastliðinn þriðjudag færði Sparisjóðurinn í Ólafsvík Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Snæfellinga peningagjöf að upphæð 250.000 krónur. Á myndinni má sjá Helgu Guðjónsdóttur útibússtjóra, Gísla Val Arnarson, forseta nemendafélagsins, Gissur Arnarsson, markaðsstjóra þess og Gísla Svein Grétarsson, formann skemmtinefndar við afhendinguna.