29. nóvember. 2007 12:55
Hafin er vinna við grunn umsýsluhúsnæðis sem fyrirtækið Djúpiklettur er að láta byggja undir starfsemi sína á lóð við bryggjuna í Grundarfirði. “Húsið verður alls 750 fermetrar að stærð og á einni hæð,“ segir Þórður Magnússon framkvæmdastjóri Djúpakletts í samtali við Skessuhorn. Hann segir að Fiskmarkaður Íslands verði með aðstöðu í húsinu auk þess sem Djúpiklettur bjóði upp á margs konar þjónustu eins og að fiskur verði flokkaður og settur í gáma og gerður klár í flug. Þórður gerir ráð fyrir að umsýsluhúsið verði tilbúið næsta vor. Er þessi bygging sú þriðja sem byggð er á árinu á hafnarsvæðinu í Grundarfirði, en fyrir skömmu var frystihótelið Snæfrost tekið í notkun og einnig saltskemma Saltkaupa.