30. nóvember. 2007 09:33
Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út nú á áttunda tímanum í kvöld. Kviknað hafði í rafmagnskassa við Keflavíkurgötu á Hellissandi og þegar slökkviliðið kom á vettvang stóð rafmagnskassinn í ljósum logum. Ekki þótti óhætt að sprauta slökkviefni á kassann þar sem enn var straumur á honum og munu starfsmenn Rarik aftengja kassann. Hluti Keflavíkurgötu er rafmagnslaus, en slökkviliðsmenn áætla að mikill selta hafi verið orsökin á þessum bruna.