02. desember. 2007 02:10
Jólasvipur er nú að færast fyrir alvöru yfir kaupstaði Vesturlands. Um þessa helgi er kveikt verður á jólatrjám víðast hvar í kaupstöðum og kauptúnum. Ljós jólatrésins á Akranesi voru tendruð á Akratorgi í gær að viðstöddu fjölmenni. Í Grundarfirði var það eins og undanfarin ár í höndum lionsmanna að kveikja á jólatrénu sem fengið er úr Haukadalnum. Tréð er staðsett við heilsugæslustöðina og voru ljós þess einnig tendruð í gær. Kveikt verður á jólatrénu í Borgarbyggð á Kveldúlfsvelli í dag, sunnudag kl. 17. Á morgun, mánudaginn 3. desember verður síðan kveikt á jólatré í háskólaþorpinu á Bifröst. Dagskráin hefst klukkan 14:30. Í Snæfellsbæ verða ljós jólatrjánna tendruð í dag. Á Hellissandi við Félagsheimilið Röst klukkan 15 og í Ólafsvík við Pakkhúsið klukkan 16.