04. desember. 2007 02:03
Mæðrastyrksnefndin á Akranesi verður með matarúthlutun í aðdraganda jólanna, föstudaginn 14. desember kl. 14-18 og fer hún fram í húsnæði Skagaleikflokksins að Vesturgötu 126. Þeim sem þurfa á mat að halda er bent á að hafa samband frá þriðjudegi 11. desember til fimmtudagsins 13. desember við Anítu í síma 868 3547 eða Ester í síma 898 7442. Mæðrastyrksnefndin á Akranesi óskar öllum gleðilegra jóla.