06. desember. 2007 08:40
Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í vikunni var ákveðið að hafna öllum tilboðum sem bárust í skólaakstur við Heiðarskóla á dögunum. Sveitarstjórninni fannst tilboðin í hærra lagi og að auki komu fram hnökrar í útboðsgögnum. Samþykkt var að leita eftir samstarfi við bílstjórana þrjá sem núna sinna skólaakstrinum. Skólaaksturinn verði endurskoðaður og boðinn út í marsmánuði nætkomandi.
Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri segir ljóst að engar breytingar verði því á skólaakstrinum til vors. Það var einkum villa í lengd akstursleiðar sem leiddi til þess að gögnin vegna útboðsins reyndust röng. Á fundi sveitarstjórnar var skipaður starfshópur til að enduskoða skólaaksturinn og undirbúa útboð.