13. desember. 2007 10:28
Viltu þú taka þátt í að tilnefna Vestlending ársins? Hvaða Vestlendingur hefur að þínu mati skarað framúr á árinu? Líkt og undanfarin ár stendur Skessuhorn fyrir vali á þeim einstaklingi sem þykir hafa skarað framúr á einhverju sviði á árinu. Eina skilyrðið er að viðkomandi sé búsettur í landshlutanum.
Tilnefningar sendist í tölvupósti á: skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 23. desember. Gjarnan má rökstyðja tilnefningu með nokkrum línum. Einnig er hægt að hringja tilnefningar í síma 894-8998. Sérstök valnefnd starfsmanna Skessuhorns vinnur úr tilnefningum og kynnir úrslit í fyrsta tölublaði nýs árs, miðvikudaginn 9. janúar 2008. Endilega takið þátt og sendið línu um Vestlending ársins.