06. desember. 2007 11:21
Bjarteyjarsandur í Hvalfjarðarsveit hlaut verðlaun Búnaðarsamtaka Vesturlands fyrir skömmu. Bændur þar voru verðlaunaðir fyrir frumkvæði í fræðslu og kynningu á landbúnaði. Það eru hjónin Arnheiður Hjörleifsdóttir og Guðmundur Sigurjónsson sem byggja Bjarteyjarsand ásamt foreldrum Guðmundar, þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Kolbrúnu Eiríksdóttur. Frá árinu 1992 hefur verið tekið á móti börnum í skólaheimsókn að Bjarteyrjarsandi. Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Arnheiði. Þar segir hún m.a. að tengingu skorti milli þéttbýlis og dreifbýlis og afar mikilvægt sé að efla slíka tengingu m.a. með bættu aðgengi dreifbýlisfólks; barna og fullorðinna að bændabýlum.
Sjá viðtal við Arnheiði í Skessuhorni.