07. desember. 2007 02:54
Undanfarna daga hefur hver menningarviðburðurinn á fætur öðrum farið fram á Vesturlandi. Athygli vekur hversu góð mæting er á þá. Skýringanna er þó e.t.v. helst að leita í því að mikið fagfólk er að koma fram. Fyrr í vikunni héldu söngdýfurnar í Frostrósum tónleika í Stykkishólmskirkju. Um 400 manns mættu þar. Þá héldu Álftagerðisbræður tónleika í gær í Ólafsvík fyrir fullu húsi, en kvartett þeirra bræðra heldur upp á tvítugs afmæli sitt um þessar mundir. Þá voru einnig í gærkvöldi tónleikar Freyjukórsins í Borgarfirði ásamt Páli Óskari og Moniku Abendroth í Reykholtskirkju, sömuleiðis fyrir troðfulli húsi áhorfenda.
Mynd er frá tónleikum Freyjukórsins í Reykhotlskirkju. Ljósm. Pétur Davíðsson.