08. desember. 2007 12:43
Í ár hefur þess verið minnst að eitt hundrað ár eru liðin frá upphafi skipulegs landgræðslustarfs hér á landi en engin þjóð virðist hafa starfað lengur samfellt að landgræðslu og stöðvun jarðvegseyðingar en Íslendingar. Í tilefni þessara tímamóta hefur saga landgræðslustarfs á Íslandi verið tekin saman af Friðriki G. Olgeirssyni sagnfræðingi og gefin út af Landgræðslunni. Á fundi sem haldin var í tilefni af útgáfu bókarinnar „Sáðmenn sandanna“ í Þjóðmenningarhúsinu í liðinni viku tók Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra við eintaki af bókinni frá Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra.