08. desember. 2007 08:13
Á mánudag rennur út frestur til að skila inn jólasögum í samkeppni eldri hluta grunnskólabarna á Vesturlandi. Sögurnar þurfa að berast á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is í síðasta lagi mánudaginn 10. desember. Sama dag rennur einnig út frestur til að skila inn (póstleggja) myndir í samkeppni yngri barna um teiknaðar myndir sem tengjast jólunum. Þær þarf að senda á aðalskrifstofu Skessuhorns, Kirkjubraut 54-56 á Akranesi.