10. desember. 2007 12:08
Jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi fór í loftið í morgun klukkan 10. Að þessu sinni verður útsending í fimm daga frá mánudegi til föstudagskvölds. Í ár verða þættir frá Borgarnesi, Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, Ungmennahúsinu Mími og Menntaskóla Borgarfjarðar. Einnig er útvarpað beint á netinu á nýju heimasíðu Óðals www.odal.borgarbyggd.is og því geta allir hlustað á útvarpið. Starfrækt verður öflug fréttastofa alla daga þar sem fréttir úr Borgarbyggð verða í öndvegi. Fréttir, veður og íþróttir verða alltaf í hádeginu kl. 12.00 Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár Bæjarmálaþátturinn sem verður í beinni útsendingu föstudaginn 14. des. kl. 13.00.