10. desember. 2007 02:20
Ökumaður á suðurleið missti stjórn á bifreið sinni í hálku rétt sunna við Hítará eftir miðnætti aðfararnótt sl. sunnudags. Að sögn lögreglu var ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Hafði hann fengið far með vegfarendum sem að komu áður en lögregla kom á svæðið. Handtók lögreglan ökumanninn á veitingastað í Borganesi síðar um nóttina og var honum sleppt eftir skýrslutöku og blóðsýnatöku. Bifreiðin er ónýt og telur lögreglan það mestu mildi að ökumaðurinn hafi sloppið með minni háttar skrámur.