11. desember. 2007 09:28
Svo virðist sem Vestlendingar hafi verið óvenju löghlýðnir og ágreiningslausir sín á milli og við aðra nú í haust og það sem af er vetri. Benedikt Bogason héraðsdómari segir að þetta hafi verið óvenjulega rólegur tími undanfarið. “Málin eru afskaplega fá og engin stærri mál í gangi. Ég veit að þetta er ekki gott fyrir ykkur blaðamann, en þetta gamla góða máltæki að „engar fréttir eru góðar fréttir“ á við í þessu samhengi. Það á vel við hjá okkur og ekkert nema gott um það að segja,“ segir Benedikt Bogason héraðsdómari í samtali við Skessuhorn.