11. desember. 2007 12:14
Síðastliðinn föstudaginn voru jólaljósin tendruð á jólatrénu í Hólmgarði í Stykkishólmi. Að venju var það fyrsti bekkur grunnskólans sem sá um það. Tréð er gjöf frá Drammen vinabæ Stykkishólms í Noregi. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri flutti ávarp, Lúðrasveit Tónlistarskóla Stykkishólms spilaði nokkur lög og kvenfélagið Hringurinn var með heitt súkkulaði og smákökur til sölu í Freyjulundi. Þá var dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög þar til jólasveinarnir birtust með gott í poka.
–af stykkisholmur.is