11. desember. 2007 01:19
Síldveiðiskipið Faxi RE9 strandaði við veiðar í Grundarfirði skömmu eftir hádegi í dag. Báturinn var með tómar lestar og kom annar síldarbátur Kap VE áhöfninni til aðstoðar. Taug var komið á milli skipanna og tók litla stund að koma Faxa á flot. Fyrirhugað er að fara með Faxa í slipp þann 17. desember nk. og verða mögulegar skemmdir á skipinu kannaðar þá.