12. desember. 2007 03:55
Við utanverðan Hvalfjörð stendur bærinn Kúludalsá. Þar býr Ragnheiður Þorgrímsdóttir. Hún hefur lengst af starfað sem kennari á Akranesi en söðlaði um fyrir nokkrum árum og hóf nám í Háskóla Íslands í bókasafns- og upplýsingafræði. Að því námi loknu lauk hún meistaranámi í stjórnsýslufræðum frá sama skóla. En verkefni Ragnheiðar beinast ekki eingöngu að þessum fræðum nú um stundir, heldur að hlutum sem hún er að vinna að og snerta aðaláhugamálið; hestamennskuna. Hún tvinnar í reiðskóla sínum saman námsgreinar eins og náttúrufræði og landafræði og notar hestinn sem tæki við kennsluna. Skóli hennar nefnist Námshestar og er fyrir nemendur á grunnskólastigi. Þegar hefur námskefnið mælst vel fyrir meðal grunnskólafólks og ekki síður sú aðferð að nota hestinn, besta vin mannsins, til aðstoðar.
Rætt er við Ragnheiði í Skessuhorni sem kemur út í dag.