14. desember. 2007 11:47
Börnin í leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík fóru í vikunni í sína árlegu heimsókn í kirkjuna. Þar tók séra Magnús tók á móti börnunum og fræddi hann þau um af hverju haldið er upp á jólin. Að því loknu var farið í safnaðarheimilið þar sem börnin fengu heitt súkkulaði með rjóma og lagköku. Í lokin var gerð smá æfing í jóladanslögunum fyrir væntanlegt jólaball 19. desember.