14. desember. 2007 09:34
Óveður er nú víða um land og er fólk varað við að vera á ferðinni að nauðsynjalausu.
Undir Hafnarfjalli er nú ekkert ferðaveður enda slær vindhraði í 50 m.sek í hviðum. Á Kjalarnesi er vaxandi vindur, en þó ekki enn orðið eins hvasst þar og í Melasveitinni. Á Vesturlandi er víða hálkublettir, óveður er í Kolgrafarfirði, milli Ólafsvíkur og Rifs og á Fróðárheiði. Veðurspá gerir ráð fyrir því að veðrið verði slæmt fram á kvöld.