14. desember. 2007 10:07
Oft hefur það brunnið við að gróðurhús á Kleppjárnsreykjum hafa látið undan veðurhami í suðaustan hvellum eins og undanfarna daga hafa gengið yfir Vesturland. Að þessu sinni hefur talsvert tjón orðið á nýju gróðurhúsi í garðyrkjustöðinni Reit, vestast í hverfinu. Bæði sprossar og gler gáfu sig bæði í veðrinu á mánudag og einnig á fimmtudag.