17. desember. 2007 07:24
Þeir sem áttu leið fyrir Jökul í sumar sem leið tóku eftir því hvað mikill kraftur var í framkvæmdum við endurbyggingu þjóðvegarins um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul frá Saxhóli að Dagverðará. Ríflega ellefu kílómetra kafli frá Saxhóli að Purkhólum hefur verið uppbyggður og frágenginn með klæðningu. Helmingur þess sem eftir er að vinna af verkefninu, um sex kílómetrar er nú að verða tilbúinn undir klæðingu. Er áætlað að þessari vegagerð fyrir Jökul verði lokið á vordögum á næsta ári. Þá verður vegur með bundnu slitlagi kominn hringinn um Snæfellsnes. Verktakafyrirtækið Stafnafell ehf er verktaki.