27. desember. 2007 10:07
Vegagerðin biður ökumenn um að sýna fyllstu tillitsemi gagnvart snjómoksturstækjum sem eru á ferðum á helstu þjóðvegum. Vetrarfærð er nú um allt land en þó er fært um alla helstu vegi Vesturlands. Hálka er á öllum helstu leiðum landsins, skafrenningur og éljagangur er í öllum landshlutum þó minnst á Suðurlandi. Þá hefur Vegagerðin aflétt öllum öxulþungatakmörkunum sem settar voru vikurnar fyrir jól vegna aurbleytu.
Það eru hálkublettir á Reykjanesbraut og hálkublettir og skafrenningur á Hellisheiði og hálka og skafrenningur í Þrengslum. Mikil snjókoma er á Norðurlandi og aðallega í kringum Húsavík og Mývatn. Ófært er á eftirtöldum heiðum: Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjalli á Vestfjörðum, Breiðdalsheiði og Öxi á Austurlandi.