28. desember. 2007 04:28
Ágúst Björgvinsson nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp en hann skipa ríflega 30 konur. Kom hópurinn saman til fyrstu æfingar skömmu fyrir jól. Meðal þeirra sem valdar voru til æfinga eru systurnar Guðrún og Sigrún Ámundadætur úr Borgarnesi sem æfa nú með KR og Alda Leif Jónsdóttir úr Snæfelli.