28. desember. 2007 12:00
Maður á vélsleða fór niður um ís á Másvatni á Mýrum á tólfta tímanum í dag. Manninn sakaði ekki en hann er kaldur enda um tíu stiga frost á staðnum. Björgunarsveitin Brák úr Borgarnesi er á vettvangi og þá er þyrla frá Landhelgisgæslunni í þann mund að koma á svæðið nú klukkan 11:55.