28. desember. 2007 12:22
Þyrla Landhelgisgæslunnar náði manni á sjötugsaldri úr vök af Másvatni á Mýrum nú um hádegisbil í dag. Flogið var með hann á Landsspítalann í Fossvogi til aðhlynningar en hann var talvert kaldur og nokkuð af honum dregið, að sögn björgunarsveitarmanna úr Borgarnesi. Maðurinn hafði verið á vélsleða á vatninu þegar ísinn gaf sig. Honum tókst sjálfum að hringja eftir aðstoð. Björgunarsveitarmenn frá Brák í Borgarnesi fóru strax á staðinn eftir að útkall barst og voru við það að komast út til mannsins þegar þyrlan kom á staðinn.