28. desember. 2007 05:50
Um hver áramót hittast íbúar Víðigrundar og nágrannar á Akranesi við svokallaða Víðigrundarbrennu. Þessari skemmtilegu hefð hafa íbúar viðhaldið um árabil. Oft er þetta eina brennan í bænum og því fjölsótt. Brennan hefst með blysför við Víðigrund 1 klukkan 20:30 á gamlárskvöld, ef veður leyfir. Brennukóngur götunnar er Þráinn Sigurðsson.
Eftirfarandi óður til brennukóngsins var ortur í tilefni brennunnar í ár:
Víst ertu, Þráinn, kóngur klár,
kóngur grundar sérhvert ár,
kóngur brennunnar, kóngur skýr,
kóngur almúgans hjartahlýr.