28. desember. 2007 03:40
Flugvél af Cessnagerð hlekktist á þegar flugmaðurinn reyndi lendingu á ísilögðu Úlfsvatni á Arnarvatnsheiði í dag. Flugmaðurinn var einn um borð en hann sakaði ekki. Vélin lenti á nefinu og skemmdist. Verið er að sækja manninn og kanna vélina. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var á ferðinni, sótti manninn og flutti hann til Reykjavíkur. Verið er að kanna vélina.
Mbl.is greindi frá