30. desember. 2007 10:44
Menn úr björgunarsveitunum OK og Heiðari í Borgarfirði eru nú á ferð við Geitlandsá á Kaldadal, áleiðis til ellefu manna sem sitja fastir í tveimur jeppum tæpum kílómeter fyrir ofan fjallakofann Jaka við rætur Langjökuls að vestanverðu. Aftakaveður er á jöklinum og mælist vindhraðinn á bilinu 50 til 60 metrar á sekúndu. Í hviðum hefur vindhraðinn farið upp í 100 metra á sekúndu skv. vindmæli sem er utan á snjóbíl sveitanna. Fólkið sem um ræðir var á ferð á sjö bílum en hefur nú komið sér fyrir í einum þeirra til að halda á sér hita.
Í björgunarleiðangrinum eru tveir jeppar frá björgunarsveitinni Ok með fimm manns innanborðs auk snjóbíls frá björgunarsveitinni Heiðari í Stafholtstungum en í honum eru tveir björgunarsveitarmenn. Auk hvassviðris er ofankoma mikil og skyggni því mjög slæmt á Kaldadalnum. Ekki er útlit fyrir að veðrið muni lagast í bráð.