02. janúar. 2008 02:29
Fæðingar á Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi urðu alls 270 á nýliðnu ári og fæddust 273 börn. Verulegur kynjahalli varð því einungis fæddust 113 stúlkur en 160 drengir, að sögn Önnu Björnsdóttur deildarstjóra á fæðingardeild. Tvíburafæðingar voru þrjár. Fyrra fæðingamet á SHA var frá árinu 2006 en þá fæddust 238 börn á Akranesi. Nú er svo komið að Vesturland er í þriðja sæti yfir fæðingar á landinu. Flest börn fæðast í Reykjavík, næstflest á Akureyri en Keflavík kemur næst á eftir Akranesi í fjórða sæti.
Enn hefur ekkert barn fæðst á fæðingadeild SHA frá nýliðnum áramótum.