03. janúar. 2008 03:10
Menningarráð Vesturlands hefur ákveðið að framlengja frest til þess að sækja um menningarstyrki til 10. janúar 2008. Ráðið vill benda á að sérstök áhersla verður lögð á Viðburðarviku Vesturlands sem hefst síðasta vetrardag 23. apríl og lýkur 30 apríl.
Umsækjendum er bent á að kynna sér nánar úthlutunarreglur um strykveitingar á heimasíðu Menningarráðs: http://menningarviti.is