04. janúar. 2008 06:00
Aðstaða ungs fólks á Akranesi til félagsstarfs mun stórbætast á næstunni því Bæjarstjórn Akraness ákvað nýverið að flytja þá starfsemi sem verið hefur í Arnardal og Hvíta húsinu í húsið að Þjóðbraut 13 þar sem Tónlistarskóli Akraness var áður til húsa. Nýja félagsmiðstöðin hefur ekki fengið nafn ennþá.
Hvíta húsið hefur þegar flutt en reiknað er með að starfsemi Arnardals verði flutt á næstunni. Nýja húsnæðið er 720 fermetrar að stærð sem er um 200 fermetrum meira en bæði Arnardalur og Hvíta húsið samanlagt.
Reiknað er með að húsnæði Arnardals verði selt og bæjarstjóra Akraness og bæjarritara hefur verið falið að ganga til samninga við Sóknarnefnd Akraneskirkju um hugsanleg afnot þeirra af fyrrum húsnæði Hvíta hússins að Skólabraut 11.