07. janúar. 2008 09:19
Bæjarráð Akranes hefur ákveðið lækkun álagningarprósentu á fasteingagjöldum, enda hafi ekki verið gert ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar að tekjur af fasteignagjöldum yrðu umfram verðlagsforsendur. Um er að ræða lækkun á álagningarprósentu frá fyrra ári sem nemur u.þ.b. 15%. Mikil hækkun var á fasteignamati eigna á Akranesi á síðasta ári, eða um 20% að meðaltali. Af þeim ástæðum þurfti bæjarráð að taka sértakt tillit til ákvörðunar um fasteignagjöldin að þessu sinni.
Fasteignaskattarnir af tilteknum flokknum húsnæðis eru eftirfarandi prósentur af álagningarstofni: Af íbúðarhúsnæði 0,31%, atvinnuhúsnæði 0,32%, lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 1,3%, lóðarleiga íbúðarhúsnæðis 0,92%, holræsagjald atvinnuhúsnæðis 0,17% og holræsagjald íbúðarhúsnæðis 0,153% af álagningarstofni.