09. janúar. 2008 10:45
Sjálfstæðismenn á Akranesi hafa tilnefnt fólk í nefndir Akraneskaupstaðar í stað þeirra Sæmundar Víglundssonar og Silvíu Llorens, sem nýlega fengu leyfi frá störfum vegna persónulegra ástæðna. Sæmundur var formaður í skipulags- og byggingarnefnd. Í hans stað tekur við formennsku Bergþór Helgason. Guðmundur Magnússon kemur inn sem aðalmaður í nefndina og varamenn verða Bjarni Guðmundsson og Haraldur Helgason. Í stað Sæmundar í samstarfsnefnd um kjaramál kemur Karen Jónsdóttir sem formaður og Haraldur Helgason er nýr í nefndinni. Sæmundur verður áfram í stjórn Faxaflóahafna og Sorpurðunar Vesturlands. Í stað Silvíu Llorens sem aðalmaður í tómstunda- og forvarnarnefnd hefur verið tilnefndur Halldór Jónsson, nýr maður í nefndina.