11. janúar. 2008 11:56
 |
Skemmtiferðaskip í Grundarfirði |
Samkvæmt upplýsingum á vef Faxaflóahafna er allt úrlit fyrir að fleiri skemmtiferðaskip komi til landsins á þessu ári, að þeim höfnum sem Faxaflóahafnir reka, heldur en var á hinu liðna. Árið 2007 komu 79 skemmtiferðaskip til landsins. Flest voru þau í júli eða 31 og 23 í ágúst. Aðrir mánuðir voru rýrari. Umboðsaðilar flestra þeirra voru Eimskip og Samskip, eða samtals 67 skip. Á þessu nýbyrjaða ári hafa þegar verið skráð 83 skipskomur sem þó gæti breyst þegar líður nær sumri. Enn eru það Eimskip og Samskip sem sjá um flest þeirra eða 73. Í júlí þetta ár eru 32 skip skráð, jafn mörg eru væntanleg í ágúst á þessu ári og var í fyrra, eða 23. Hins vegar fjölgar ögn skipakomum í júní, en þá eru 18 skip skráð á þessu ári á móti 15 í fyrra.