16. janúar. 2008 07:31
Frá og með deginum í dag verður hægt að horfa á heimildarþátt sem kvikmyndatökumenn á vegum UEFA gerðu um fótboltann á Akranesi á liðnu sumri. Forsagan er í stuttu máli sú að síðasta sumar komu til landsins kvikmyndatökumenn vegna úrslitakeppni Evrópumóts kvenna U-19. Þeir voru að fylgjast með norska liðinu á Akranesi og hrifust svo að góðri uppbyggingu og merkri sögu fótaboltans á Skaganum að þeir ákváðu að gera heimildarþátt um knattspyrnuna í bænum. Afraksturinn er hægt að sjá á uefa.com