16. janúar. 2008 02:14
Tæpt ár er síðan Heiðar Sveinsson á Akranesi lenti í alvarlegu vinnuslysi fyrir utan einn kerskála Norðuráls með þeim afleiðingum að hann missti fótlegg. Það er hinsvegar aðeins mánuður síðan hann lauk endurhæfingu á Grensás þar sem hann hefur verið meira og minna frá því slysið varð. Heiðar lætur engan bilbug á sér finna og segist strax á slysstaðnum hafa ákveðið að líta á endurhæfinguna sem hvert annað verkefni.
Ítarlegt viðtal er við Heiðar í Skessuhorni sem kom út í dag.