17. janúar. 2008 02:12
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja niður umhverfisnefnd og landbúnaðarnefnd og stofna í þeirra stað sjö manna umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Starfsmenn nefndarinnar verða þau Björg Gunnarsdóttir, umhverfis- og kynningarfulltrúi auk dreifbýlisfulltrúanna Sigurjóns Jóhannessonar og Þórvarar Emblu Guðmundsdóttur. Í hinni nýju umhverfis- og landbúnaðarnefnd munu sitja Guðrún Fjeldsted, Kristján Magnússon, Sigrún Ólafsdóttir, Sigurður Helgason og Sveinbjörn Eyjólfsson sem öll voru í landbúnaðarnefnd auk Jennýjar Lind Egilsdóttur sem áður var í umhverfisnefnd og Ingibjargar Daníelsdóttur sem kemur ný inn í nefndina. Þá var einnig á fundi sveitarstjórnar samþykkt að stofna fjallskilanefnd.