18. janúar. 2008 11:50
“Saga litla sjávarplássins Akraness er ótrúleg. Þrátt fyrir að íbúafjöldinn sé aðeins um 6 þúsund hefur knattspyrnufélag bæjarins, ÍA Akranes, alið af sér meira en 40 knattspyrnumenn sem hafa spilað í fremstu röð utan Íslands,” segir í frétt á uefa.com um Knattspyrnufélagið ÍA. Til stóð að birta heimildarmynd um félagið á heimasíðunni frá og með 16. janúar. Því var svo seinkað um einn dag en þegar þetta er skrifað bólar enn ekki á myndinni góðu.
Í fyrrnefndri frétt eru þeir “Siggi Jonsson”, “Joey Gudjonsson” og “Grétar Steinsson” nefndir sem dæmi um knattspyrnumenn sem hófu ferilinn hjá ÍA. Í sömu frétt er því lofað að þeir sem horfi á heimildarmyndina komist að leyndarmálunum á bakvið velgengni félagsins. Það er því greinilega eftir miklu að bíða!