24. janúar. 2008 07:39
Fyrir skömmu barst skipulags- og byggingarnefnd Akraness umsókn Gunnars Leifs Stefánssonar um lóð við Langasandinn ofan við núverandi salernisaðstöðu vegna veitingastaðarins Langasandsbakka. Skipulags- og byggingarnefnd féllst ekki á staðsetninguna þar sem þar er gert ráð fyrir bílastæðum. Nefndin vísar að öðru leyti á nýlegt deiliskipulag af svæðinu sem gerir ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi þ.m.t. reit fyrir þjónustu- og veitingahús. Sá byggingareitur er uppi á svæðinu milli bílastæðisins á enda Jaðarsbrautarinnar og íþróttasvæðisins, þar sem þyrlupallurinn er. Að sögn Þorvalds Vestmanns sviðsstjóra á tækni- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar var þar gert ráð fyrir veitingaaðstöðu sem tengdist útivist fjölskyldufólks og gesta bæjarins á Langasandi.