25. janúar. 2008 12:38
Yfirgnæfandi meirihluti lesenda Skessuhornsvefjarins telja að ráðherrar hafi að undanförnu farið offari í embættisveitingum. Í könnun sem var á vefnum sl. viku svar 59% til að þeir hafi tvímælalaust farið offari. 26% telja að sumir ráðherranna hafi gert það. 12% eru þeirrar skoðunar að þeir hafi ekki farið offari og 3% hafa ekki á því skoðun.
Samtals eru því 85% á þeirri skoðun að ráðherrar fari full frjálslega í embættisveitingum, sem er óvenjulega afgerandi niðurstaða.